29. desember 2016

Vorönn 2017

Opnað hefur verið fyrir skráningu á sundæfingar í gegnum Nóra á vorönn 2017. Allir iðkendur í 1. bekk – 10. bekk þurfa að skrá sig í gegnum Nóra kerfið.
Til að skrá börnin þarf að fara inn á https://innskraning.island.is/?id=umsb.felog.is -

Frekari upplýsingar fást með því að smella á meira fyrir neðan myndina af æfingatöflu vorannar.

Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum eða með Íslykil (kennitala forráðamanns og íslykilinn er lykilorðið, ef þið eigið ekki íslykil er hægt að fá hann sendann í heimabankann).
Eftir að þar er komið inn þurfið þið að fylla út helstu upplýsingar um ykkur. Síðan þurfið þið að skrá barnið / börnin ykkar inn í kerfið undir flipanum “nýr iðkandi” Eftir að barnið er orðið iðkandi smellið þið á flipann “mínir iðkendur” og sjáið þar bláletrað “Námskeið / flokkar í boði”. Smellið á það og þá koma allar greinar sem í boði eru fyrir ykkar barn. Til að skrá í námskeið veljið þið það námskeið með því að smella á “Skráning á námskeið” og klárið greiðsluna fyrir það námskeið með því að haka í “staðfestagreiðslu”. Ef þið farið aftur í “Námskeið / flokkar í boði” þá ættu námskeiðin sem þú hefur skráð barnið þitt í að vera þar efst og aftast að standa “Skráð(ur) í námskeið”
Skráningunni lýkur með því að greitt er fyrir tímabilið með greiðsluseðli, hægt er að dreifa greiðslum á fleiri en einn mánuð. Færslugjöld leggjast við upphæðina fyrir hverja færslu, athugið að greiðsluseðlarnir berast ykkur eingöngu í gegnum heimabanka og á tölvupóstfangið ykkar. Lokadagur skráningar er sunnudaginn 15. janúar.
Ef þið lendið í einhverjum vandræðum þá skulið þið ekki hika við að hafa samband á netfangið sund@skallagrimur.is og við reynum að aðstoða ykkur eftir bestu getu.

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes