Frjálsar
STYRKTARAÐILAR
 
8. september 2014 23:02

Frjálsíþróttaæfingar að hefjast

Nú eru æfingar að byrja á fullu og um að gera að koma

á æfingu og prófa.

 

Æfingatímarnir eru eftirfarandi:

Yngri hópur (1.- 4.bekkur) 

·        Föstudagar kl 14:20 – 15:05

 

Eldri hópur (5.bekkur og eldri)

·        Fimmtudagar kl 16:45 – 17:35

 

 

meira...
31. ágúst 2011 21:29

Fyrsta fjölþrautamót Skallagríms

 

 

Næstkomandi laugardag, 3. september, verður haldið fyrsta fjölþrautamót Skallagríms í Borgarnesi og hefst mótið klukkan 12. Mótið er opið öllum ungmennum á aldrinum 11-15 ára og búist er við góðri þátttöku margra efnilegustu íþróttamanna landsins.

Keppnisgreinar á mótinu eru: 11 ára stúlkur og drengir; 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 400 m hlaup. Sömu greinar eru fyrir aldursflokkana 12 ára og 13 ára. Keppnisgreinar fyrir 14 ára stúlkur og drengi eru: 80 m grindahlaup, kúluvarp, hástökk, spjótkast og 400 m hlaup. Sömu greinar eru hjá 15 ára nema drengirnir hlaupa 100 m grindahlaup. Stig verða reiknað samkvæmt unglingastigatöflu FRÍ.

 

meira...
4. apríl 2011 13:31

Ný stjórn Frjálsíþróttadeildar

Aðalfundur  frjálsíþróttadeildarSkallagríms fór fram 28. febrúar á skrifstofu UMSB.

Ný stjórn var kosin og var Ingimundur Ingimundarson kosinn formaður, Flemming Jessen ritari og Bjarni Þór Traustason gjaldkeri.

 

Stjórnin hefur haldið fjóra fundi og hittist reglulega viku- eða hálfsmánaðarlega eftir verkefnum. Hugmyndin er að byggja deildina upp hægt og markvisst bæði félagslega og íþróttalega, og góðir hlutir gerast hægt.

Fjáhagsstaða deildarinnar er góð og á henni hvíla engar skuldir.

 

 

meira...
9. desember 2009 10:28

Jólafrí

Sælir foreldrar og iðkenndur frjálsra.

 

Þá fer að líða að jólafríi hjá okkur.

Miðvikudaginn 16.des ætlum við að gera okkur glaðan frjálsíþróttadag. Þá er síðasta æfing fyrir jólafrí og eiga allir iðkendur og þjálfari að mæta í einhverju RAUÐU eða með eitthvað rautt. Tekin verður stutt æfing og svo gerum við eitthvað skemmtilegt saman.

Við byrjum svo aftur á fullu miðvikudaginn 6.jan 2010.

 

meira...
25. september 2009 13:20

Æfingar fara vel af stað.

 Vetrarstarfið er hafið hjá frjálsum og fer mjög vel af stað. Um 20 krakkar mættu á æfingu á miðvikudaginn var og er það met þátttaka. Er það von okkar hjá frjálsum að fjölga meigi æfingum í október þegar tímatafla Íþróttamiðstöðvar verður endurunnin.

Minni á að í september er frítt á æfingar og hvetjum við krakka til að koma og skoða og prufa.

Fótboltastúlkurnar í 5-4.flokk hafa verið duglegar að koma og eru að auka þrek sitt og þol fyrir komandi sumarvertíð og mótin sem þær koma til með að sækja í vetur.

Með von um gott og frjálstíþróttalegt vetrarstarf.

Kveðja Margrét þjálfari

meira...
16. september 2009 16:09

Nýtt æfingartímabil

 Þá eru frjálsar að hefja vetrarstarfsemina.

Æfingartímar verða x1 í viku í september og er frítt á æfingar út þann mánuð. Þegar ný tafla kemur upp í október byrjun má eiga von á því að frjálsar fjölgi tímum í salnum.

Þjálfari í vetur verður Margrét Ársælsdóttir.

meira...
Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes