Stofnun UMF.Skallagríms Borgarnesi

 

Á almennum fundi í Borgarnesi þann 3. desember 1916 var stofnað ungmennafélag.  Fundarboðendur voru fjórir, Þórður Ólafsson, Þórður Eyjólfsson, Júlíus Jónsson og Jónas Kristjánsson. 

 

Gengið var frá stofnun félagsins, voru stofnendur skráðir tuttugu og sex og félaginu gefið nafnið Ungmennafélagið Skallagrímur. 

Í fyrstu stjórn félagsins voru Þórður Ólafsson formaður, Þorkell Teitsson ritari, og Þórður Eyjólfsson féhirðir.  Til vara voru Jónas Kristjánsson varaformaður , Björn Skúlason vararitari og Jónas Einarsson varaféhirðir. 

 

Í gegnum árin hefur ungmennafélagið staðið í mörgu allt frá garðrækt, byggingu félags- og íþróttamannvirkja, leiklist, til víðtæks íþrótta- og menningarlífs í Borgarnesi.

Eru nú starfandi sex deildir innan Skallagríms en þær eru eftirtaldar, badminton-, frjálsíþrótta-, körfuknattleiks-, knattspyrnu, leiklistar- og sunddeild.  Félagið hefur verið deildarskipt síðan 1973 og hefur aðalstjórn starfað sem eftirlits- og aðhaldsstjórn fyrir deildir innan félagsins.

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes