Agareglur Skallagíms
- Mæta stundvíslega á allar skipulegar æfingar innan félagsins.
- Brúka ekki munn, blóta eða nota önnur ljót orð, hvort sem er innan vallar eða utan.
- Vera til fyrirmyndar hvar sem komið er saman undir merkjum félagsins.
- Bera virðingu fyrir eigum annarra.
- Sýna starfsfólki í íþróttahúsum, þjálfurum og öðrum sem vinna að starfi félagsins, virðingu og kurteisi.
- Deila ekki við dómara.
- Ekki vera með læti í búningsklefum né í íþróttamannvirkjum, hvort sem er í Borgarnesi eða annars staðar, þar sem æft er eða keppt undir merkjum félagsins.
- Ganga ávallt vel og snyrtilega um hvar sem við erum.
- Ekki leggja neinn í einelti. Koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur.
Ef reglur eru ekki virtar, verður gripið til eftirfarandi:
- Þjálfari ræðir við iðkanda
- Rætt við foreldra/forráðamann
- Heimilt að meina iðkanda að æfa um tiltekinn tíma *
- Iðkanda meinað að taka þátt í mótum eða leikjum á vegum félagsins *
Þetta verður framkvæmt, ef um er að ræða síendurtekin brot á ofanrituðum reglum.
Samþykkt á aðalfundi 6.6.2002.