16. nóvember 2016

Körfuknattleiksdeild | Ný heimasíða körfuknattleiksdeildar Skallagríms

Ágæti lesandi, körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur opnað nýja heimasíðu, www.skallar.is - þar má finna upplýsingar um starfssemi deildarinnar, æfingatíma, þjálfara, stjórn og fleira. 

3. október 2016

Körfuknattleiksdeild | Fyrsti leikur Skallagrímskvenna í Dominosdeildinni !

Skallagrímskonur byrja á sannkölluðum stórleik í Dominosdeildinni þegar íslandsmeistarar Snæfells mæst í Fjósið miðvikudaginn 5. október - já, sannkallaður nágrannaslagur í fyrsta leik.  Við hvetjum fólk til að mæta snemma í Fjósið en leikurinn hefst kl. 19:15 - þið getið nefnilega tekið kvöldmatinn í Fjósinu þennan dag því það verða grillaðir hamborgarar sem verða seldir á hóflegu verði :) Sjáumst á pöllunum,

Áfram Skallagrímur !

15. september 2016

Sunddeild | Viðburðardagatla fyrir haustönn 2016

Dagskrá fyrir haustönnina er komin út og má finna undir tenglinum atburðardagatal hér til hliðar. Nóg um að vera hjá sundkrökkunum okkar fram að áramótum.

3. september 2016

Knattspyrnudeild | Stórleikur í 3. flokki drengja í Borgarnesi

 Á morgun, sunnudag fer fram síðasti leikur sumarsins á Skallagrímsvelli þegar sameinað lið Fram/Skallagríms spilar í Íslandsmótinu gegn Aftureldingu. Strákarnir eru í harðri fallbaráttu og þurfa á sigri að halda í leiknum á morgun.

A og B liðin spila á morgun og hefst fyrri leikurinn klukkan 14:00 og seinni leikurinn klukkan 15:45.

Við hvetjum alla til að láta sjá sig á vellinum á morgun og styðja strákana.

18. ágúst 2016

Knattspyrnudeild | Síðasti heimaleikurinn á morgun föstudag

 það er komið að síðasta heimaleik sumarsins hjá meistaraflokknum þegar KFG kemur í heimsókn í Borgarnes. Þessi sömu lið mættust á þriðjudagskvöldið í Garðabæ og skildu jöfn 1-1.

þá stefndi allt í sigur garðbæinga en Sigurður Kristján jafnaði metin í uppbótartíma með marki beint úr aukaspyrnu.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes