22. apríl 2014

Körfuknattleiksdeild | Aðalfundur

Aðalfundur

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar skallagríms verður haldinn þriðjudaginn 29 apríl næskomandi kl 20:00 í Grunnskólanum í Borgarnesi (náttúrfræðistofu)

 

Dagskrá aðalfundar

1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar
4. Ársreikningar
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál
 

30. mars 2014

Knattspyrnudeild | Aðalfundur Knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Skallagríms var haldinn mánudagskvöldið 24. mars sl.  Fundarstörf fóru fram skv. dagskrá og fóru afar vel fram.

Í skýrslu stjórnar kom fram að starfið á árinu var öflugt en iðkendum hafi þó fækkað undanfarin ár. Meistaraflokkur var endurvakinn á árinu eftir að hafa verið lagður  niður eitt tímabil, og að þessu sinni var leikmanna- og þjálfarahópurinn skipaður heimamönnum að langmestu leyti.

Fjárhagur deildarinnar er stöðugur og endurspeglar ábyrga fjármálastjórn enda mikil áhersla verið lögð á að reka deildina án taps undanfarin ár.

 

18. mars 2014

Körfuknattleiksdeild | Pálmi Þór ekki áfram þjálfari meistaraflokks

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Pálmi Þór Sævarsson hafa komist að samkomulagi um að ekki verði endurnýjaður samningur á milli körfuknattleiksdeildarinnar og Pálma varðandi þjálfun úrvalsdeildarliðs Skallagríms en samningur deildarinnar við hann rennur út í vor.

Pálmi hefur stýrt liðinu undanfarin fjögur tímabil og þar af síðustu tvö í úrvalsdeild og komst liðið m.a. í 8-liða úrslit tímabilið 2012-2013.

Pálmi hefur lagt mikið á sig til að koma liðinu á þann stað sem það á heima þ.e.a.s í deild þeirra bestu á Íslandi. Hann hefur verið vakinn og sofinn yfir velferð liðsins og sýnt mikinn vilja og dugnað til þess að festa liðið í sessi í úrvalsdeildinni.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms þakkar Pálma fyrir afar góð samskipti undanfarna vetur. Pálmi á þakkir skyldar fyrir vasklega framgöngu undanfarin ár.

Væntir stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar þess að Pálmi haldi áfram að miðla af sinni reynslu og þekkingu til framtíðar leikmanna Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.

 

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms hefur þegar hafið leit að arftaka Pálma.

 

Áfram Skallagrímur !

 

Fh. Stjórnar Körfuknattleiksdeildar Skallagríms

Kristinn Óskar Sigmundsson

Formaður

18. mars 2014

Knattspyrnudeild | Sigur í fyrsta leik í Lengjubikar

Skallagrímur/Kári vann sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum, þegar liðið mætti liði Arnarins í Akraneshöllinni. Skallagrímur og Kári af Akranesi hafa verið að æfa saman nú seinni part vetrar og var ákveðið að senda sameiginlegt lið í Lengjubikarinn.

18. mars 2014

Knattspyrnudeild | Bifrastarstyrkur - auglýst eftir umsækjendum

Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk Knattspyrnudeildar Skallagríms. 

14. mars 2014

Knattspyrnudeild | Aðalfundur Knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Skallagríms 2014 verður haldinn mánudaginn 24. mars í Grunnskólanum í Borgarnesi (náttúrufræðastofu) kl. 20:00.

 

Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar
4. Ársreikningar
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál
 


Allir velunnarar eru velkomnir. Foreldrar/ forráðamenn barna og unglinga sem æfa knattspyrnu eru sérstaklega hvattir til að mæta

 

Stjórn Knattspyrnudeildar


 

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes