15. september 2016

Sunddeild | Viðburðardagatla fyrir haustönn 2016

Dagskrá fyrir haustönnina er komin út og má finna undir tenglinum atburðardagatal hér til hliðar. Nóg um að vera hjá sundkrökkunum okkar fram að áramótum.

3. september 2016

Knattspyrnudeild | Stórleikur í 3. flokki drengja í Borgarnesi

 Á morgun, sunnudag fer fram síðasti leikur sumarsins á Skallagrímsvelli þegar sameinað lið Fram/Skallagríms spilar í Íslandsmótinu gegn Aftureldingu. Strákarnir eru í harðri fallbaráttu og þurfa á sigri að halda í leiknum á morgun.

A og B liðin spila á morgun og hefst fyrri leikurinn klukkan 14:00 og seinni leikurinn klukkan 15:45.

Við hvetjum alla til að láta sjá sig á vellinum á morgun og styðja strákana.

18. ágúst 2016

Knattspyrnudeild | Síðasti heimaleikurinn á morgun föstudag

 það er komið að síðasta heimaleik sumarsins hjá meistaraflokknum þegar KFG kemur í heimsókn í Borgarnes. Þessi sömu lið mættust á þriðjudagskvöldið í Garðabæ og skildu jöfn 1-1.

þá stefndi allt í sigur garðbæinga en Sigurður Kristján jafnaði metin í uppbótartíma með marki beint úr aukaspyrnu.

28. júlí 2016

Knattspyrnudeild | Landsmót í Borgarnesi um verslunarmannahelgina

 Um helgina fer fram landsmót UMFÍ í Borgarnesi og er búist við miklum mannfjölda á svæðið. Veðurspá fyrir helgina er mjög fín og ættum við að losna við vætu. Fótboltamótið fer fram á æfingavelli og aðalvelli Skallagríms og verða spilaðir 339 leikir þar um helgina.

til að sjá dagskrá fótboltamótsins er hægt að smella hér.

 

Auk íþrótta verður næg afþreying í boði fyrir krakka á öllum aldri.

 

Góða skemmtun.

20. júlí 2016

Körfuknattleiksdeild | Kvennalið Skallagríms verður vel mannað á komandi tímabili !

Nýliðar Skallagríms í úrvalsdeild kvenna hafa gert það gott á leikmannamarkaðnum síðustu daga og vikur og voru m.a. að semja við landsliðskonurnar Auði Írisi Ólafsdóttur og Jóhönnu Björk Sveinsdóttur sem báðar koma frá Haukum. Miðherjinn Ragnheiður Benónýsdóttir samdi einnig við Skallagrím og segir því skilið við Valskonur og Hanna Þráinsdóttir úr Haukum, sem var á venslasamningi hjá Skallagrím á síðustu leiktíð, hefur gert eins árs samning við félagið.
Þær Kristrún Sigurjónsdóttir, Sólrún Sæmundsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Arna Hrönn Ámundadóttir og Gunnfríður Ólafsdóttir hafa einnig framlengt samninga sína og verða áfram með liðinu okkar..
Þá leika þær saman í fyrsta sinn í úrvalsdeild systurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir og Arna Hrönn Ámundadóttir. Þær léku saman í einn mánuð í 1. deild kvenna áður en Sigrún gekk til liðs við Grindavík á síðasta tímabili, fyrr í sumar var gengið frá samningi við Sigrúnar sem kemur til baka frá Grindavík og þá er ljóst að Manuel Rodriguez verður áfram með liðið en hann stýrði Skallagrímskonum til sigurs í 1. deild kvenna á síðustu leiktíð.

Það er því ljóst að Skallagrímur ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili í úrvalsdeild kvenna, áfram Skallagrímur !

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes