23. maí 2016

Knattspyrnudeild | Góð byrjun hjá meistaraflokki

 Strákarnir í meistaraflokki byrjuðu Íslandsmótið heldur betur vel á miðvikudaginn var. fyrsti leikurinn í riðlinum þetta sumarið var gegn liði Arnarins og fór fram á gervigrasvellinum fyrir utan Kórinn.

Borgnesingar stilltu upp mikið breyttu liði frá síðasta sumri en miklar breytingar hafa verið á leikmannahópnum í vetur.

19. maí 2016

Körfuknattleiksdeild | Aðalfundarboð körfuknattleiksdeildarinnar

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Skallagríms verður haldin í húsakynnum UMSB við Skallagrímsvöll fimmtudaginn 26. maí kl 20.00 (stundvíslega).
Efni fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
1. Formaður setur fundinn.
2. Kosning fundarstjóri.
3. Kosning fundarritari.
4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári.
6. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga deildarinnar sem síðan eru bornir undir atkvæði.
7. Stjórnarkjör.
8. Önnur mál.

Körfuboltakveðjur
Stjórn kkld Skallagríms

12. maí 2016

Knattspyrnudeild | Tap í bikarnum

Meistaraflokkur beið lægri hlut gegn Keflavík í Borgunarbikarnum á þriðjudagskvöldið hér í Borgarnesi 0-2. Keflvíkingar, sem flestir spá að fari rakleiðis aftur upp í Pepsí deildina, mættu með sterkt lið til leiks á þriðjudagskvöldið. Gestirnir tóku fljótt yfir leikinn og pressuðu stíft á heimamenn. Mikið rok var í Borgarnesi og aðstæður til knattspyrnuiðkunar erfiðar. Keflvíkingarnir náðu þó ekki að skapa sér mikið af færum í fyrri hálfleiknum gegn baráttuglöðu og vel skipulögðu liði Skallagríms.

Lið Skallagríms í leiknum
 

10. maí 2016

Knattspyrnudeild | Keflavík kemur í heimsókn í kvöld

 Í kvöld mæta Keflvíkingar í Borgarnes og etja kappi við heimamenn í Skallagrím í Borgunarbikarnum. Borgnesingar unnu Stokkseyri auðveldlega í fyrsta leik, 6-1 en ljóst er að andstæðingurinn að þessu sinni er mun öflugri en flestir spá því að Keflvíkingar fari upp í Pepsi deildina í sumar eftir fall í fyrra.

9. maí 2016

Knattspyrnudeild | 4. flokkur Faxaflóameistarar

Fjórði flokkur lauk keppni á faxaflóamótinu síðastliðinn laugardag með 2-1 sigri á Breiðabliki. Þeir léku í a - riðli b - liða í 8 manna bolta og sigruðu riðilinn með fullu húsi stiga, skoruðu 80 mörk og fengu á sig 15 í 12 leikjum.

 

 Mætið bæði á leiki og á æfingar
    - það hvetur og uppörvar börnin að finna fyrir áhuga ykkar.

  

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes