27. júní 2016

Knattspyrnudeild | Yngri flokkar á ferð og flugi

 Þrátt fyrir að Íslendingar séu að vinna hug og hjörtu landsmanna og annarra á EM í Frakklandi hefur knattspyrnustarfið hér heima ekki stöðvast. yngri flokkarnir eru á fullu þessa dagana og er nýlokið tveim af stærstu mótum sumarsins.

7. flokkur drengja keppti á Norðurálsmótinu á Akranesi um miðjan mánuðinn en þar fórum við með 2 lið. Mikil ánægja var með mótið og stóðu strákarnir sig mjög vel. Margir sigrar litu dagsins ljós og gleðin skein úr hverju andliti.

21. júní 2016

Körfuknattleiksdeild | Sigrún Sjöfn kemur heim í Skallagrím

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur skrifað undir samning um að spila með gamla uppeldisfélaginu á næstu leiktíð í efstu deild. Sigrún Sjöfn spilaði á síðustu leiktíð með Grindavík í Domino‘s deild kvenna en hún lék tvo leiki með Skallagrími í fyrstu deild kvenna í upphafi tímabils áður en hún gekk til liðs við Grindavík. Sigrún hefur spilað yfir 40 landsleiki fyrir hönd Íslands og verið í atvinnumennsku. Hún spilaði í sænsku úrvalsdeildinni með liði Norrköping Dolphins áður en hún kom aftur til Íslands í fyrra.

Á síðustu leiktíð var Sigrún með 11,8 stig, 8,7 fráköst og 34,4 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Grindavík. Sigrún er mikill liðsstyrkur fyrir lið Skallagríms sem spilar nú í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í fjörutíu ár.

Áfram Skallagrímur !

 

10. júní 2016

Körfuknattleiksdeild | Manuel þjálfar úrvalsdeildarlið Skallagríms í kvennakörfunni áfram

Manuel A. Rodriguez mun áfram stýra kvennaliði Skallagríms á næstu leiktíð. Hann tók við liði Skallagrímskvenna síðasta haust og fór liðið beint upp í úrvalsdeild og tapaði það einungis tveimur leikjum í 1. deild. Frekari fréttir af kvennaliði Skallagríms eru væntanlegar innan tíðar.

9. júní 2016

Körfuknattleiksdeild | Körfuknattleiksdeild Skallagríms

Framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar Skallagríms fór fram 6. júní s.l. í félagsmiðstöðinni Óðal.  Góð mæting var á fundinn og umræður góðar.  Á fundinum voru samþykktar skipulagsbreytingar varðandi uppsetningu á stjórn deildarinnar.  Samþykkt var að skipa í yngriflokkaráð sem sjái um starf iðkenda upp að 16 ára aldri, meistaraflokksráð kvenna og meistaraflokksráð karla.  Til viðbótar þessum þremur ráðum var sett á laggirnar aðalstjórn sem mun sjá um eftirlit og eftirfylgni við starf þessara þriggja ráða og m.a. halda utan um sameiginlegar fjáraflanir.

Eftirtalin voru kosin í stjórn og ráð:

Yngriflokka ráð:  Kristinn Sigmundsson, Kristín Amelía Þuríðardóttir, Íris Gunnarsdóttir, Einar Árni Pálsson og Eðvar Ólafur Traustason.

Meistaraflokksráð kvenna:  Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ámundi Sigurðsson og Ásmundur Einar Daðason.

Meistaraflokksráð karla:  Eðvarð Sveinsson, Arnar Víðir Jónsson og Haraldur Stefánsson.

Aðalstjórn: Bjarki Þorsteinsson, Ólafur Kristjánsson og Ómar Örn Ragnarsson.

Ráðin eiga eftir að skipta með sér verkum en í aðalstjórn þá mun Ómar Örn verða ritari, Óafur gjaldkeri og Bjarki gegna formannesku.

 

Frekari fréttir verða settar inn á heimsíðuna á næstunni þegar ráðin hafa skipt með sér verkum.

 

Áfram Skallagrímur !

23. maí 2016

Knattspyrnudeild | Góð byrjun hjá meistaraflokki

 Strákarnir í meistaraflokki byrjuðu Íslandsmótið heldur betur vel á miðvikudaginn var. fyrsti leikurinn í riðlinum þetta sumarið var gegn liði Arnarins og fór fram á gervigrasvellinum fyrir utan Kórinn.

Borgnesingar stilltu upp mikið breyttu liði frá síðasta sumri en miklar breytingar hafa verið á leikmannahópnum í vetur.

19. maí 2016

Körfuknattleiksdeild | Aðalfundarboð körfuknattleiksdeildarinnar

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Skallagríms verður haldin í húsakynnum UMSB við Skallagrímsvöll fimmtudaginn 26. maí kl 20.00 (stundvíslega).
Efni fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
1. Formaður setur fundinn.
2. Kosning fundarstjóri.
3. Kosning fundarritari.
4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári.
6. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga deildarinnar sem síðan eru bornir undir atkvæði.
7. Stjórnarkjör.
8. Önnur mál.

Körfuboltakveðjur
Stjórn kkld Skallagríms

 Mætið bæði á leiki og á æfingar
    - það hvetur og uppörvar börnin að finna fyrir áhuga ykkar.

  

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes