2. október 2015

Körfuknattleiksdeild | Norðurálsmót Skallagríms 2015: Leikjaniðurröðun og liðsskipan

Leikjaniðurröðun Norðurálsmótsins 2015 liggur nú fyrir. Hægt er að skoða leikjaplan hér að neðan. Einnig liggur fyrir skipting liða hjá yngri flokkum Skallagríms á mótinu og má finna lista yfir hana hér að neðan. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hvetur síðan allan til að mæta í íþróttamiðstöðina um helgina og fylgjast með körfuboltafólki framtíðarinnar leika listir sínar.

29. september 2015

Sunddeild | Fjör í hreyfiviku UMFÍ

Í Hreyfivikunni 21. - 27. september var sunddeild Skallagríms með opnar æfingar fyrir 3. - 10. bekk og Garpa. Á æfingu hjá Kópum og Selum var blöðruæfing þar sem iðkendur fengu blöðrur í laugina og léku sér með þær á meðan tónlist hljómaði.


 

23. september 2015

Knattspyrnudeild | Getraunaleikurinn hefst um helgina

Getraunaleikur Skallagríms hefst aftur um helgina. Af því tilefni ætlum við að hafa hitting á Grillhúsinu á föstudaginn þar sem hóparnir geta lagt inn sinn seðil. Tippað er á enska seðilinn og verða tilboð á veitingum hjá Grillhúsinu frá 21:00.

Vinningur fyrir sigur í fyrsta leik vetrarins er út að borða fyrir allan hópinn á Grillhúsinu.

Nú er um að gera fyrir getspaka og áhugasama um enska boltann að koma sér upp hóp og mæta á Grillhúsið á föstudaginn og sína snilli sína

 

21. september 2015

Knattspyrnudeild | æfingar fyrir leikskólakrakka

 Núna á miðvikudaginn hefjast leikskólaæfingar hjá knattspyrnudeildinni á nýjan leik. Þetta er samstarf á milli Skallagríms og leikskólanna Uglukletts og Klettaborgar um að elstu krakkarnir í leikskólunum fái íþróttaæfingar við hæfi einu sinni í viku. Knattspyrna og körfubolti skiptast á vikum og bjóða deildirnar krökkunum upp á fríar æfingar.

19. september 2015

Körfuknattleiksdeild | Þorsteinn Þórarinsson leikur með Skallagrími í vetur

Steini og Arnar Víðir Jónsson formaður kkd. Skallagríms handsala samning Steina við Skallagrím.
Reykdælingurinn Þorsteinn Þórarinsson hefur undirritað samning við Skallagrím og mun hann því leika með liðinu í 1. deildinni í vetur. Þorsteinn eða Steini eins og hann er gjarnan kallaður er frá bænum Steindórsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði. Hann er fæddur árið 1993 og leikur stöðu framherja.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes