29. september 2014

Sunddeild | Diskó-sundæfing

Þriðjudaginn 30. september kl. 16:00 - 16:45 býður Sunddeild Skallagríms alla krakka í 3. - 10. bekk velkomin á DISKÓ-ÆFINGU í tilefni af Hreifiviku.

https://www.facebook.com/events/461533993988231/?ref=22

25. september 2014

Körfuknattleiksdeild | Myndband: KR-Skallagrímur árið 1993

Skallagrímsmaðurinn Henning F. Henningsson og Friðrik Ragnarsson í baráttunni. Mynd. Skjáskot.
KRTV, vefsjónvarp körfuknattleiksdeildar KR, setti gamla en skemmtilega upptöku RÚV frá leik KR og Skallagríms árið 1993 á Seltjarnarnesi á vefsvæði sitt á myndbandavefnum Vimeo í dag. KR ingar sigruðu leikinn eftir spennandi lokamínútur 70:67. Í myndbandinu má sjá gamlar hetjur í Skallagrímsbúningnum græna samkvæmt tísku og stíl þess tíma, þeirra á meðal Birgir Mikaelsson, Henning F. Henningsson, Eggert Jónsson, Sigurður Elvar Þórólfsson, Þórður Helgason, Bjarki Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Skúli Skúlason og síðast en ekki síst Alexander Ermolinski, sem var þarna að leika sitt fyrsta tímabil af fjórum með Skallagrími. Birgir var spilandi þjálfari Skallagrímsmanna þetta tímabil sem var hans þriðja í röðinni með liðið. Tímabilið hefur lengi verið í minnum haft meðal körfuboltaspekinga í Borgarnesi en þá náðu Skallagrímsmenn þeim glæsilega árangri að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta skipti eftir að hafa náð öðru sætinu í B-riðli úrvalsdeildar. Í undanúrslitum þurfti liðið hins vegar að lúta í lægra haldi gegn fyrnasterku liði Keflvíkinga í spennandi oddaleik.

21. september 2014

Körfuknattleiksdeild | Körfuboltafjölskyldan hefur söfnun til stuðnings EM liði Íslands

Landsliðið fagnar þátttökurétti á EM. Mynd. FIBA Europe/Tomasz
,,Það þarf einbeittan vilja og getu til að komast áfram úr undankeppni karlalandsliða Evrópu í körfuknattleik. Landsliðinu okkar tókst það í fyrsta sinn í sögu íslensks körfuknattleiks með frábærum leik sínum fyrir fullu húsi áhorfenda í Laugardalshöllinni. Breyttir tímar og ný viðhorf - ný tækifæri blasa við.” Svo hljóða upphafsorð fréttatilkynningar frá hópi 30 valinkunnra körfuknattleiksmanna, landsliðsmanna, dómara, þjálfara og forystumanna íslensks körfubolta sem sett var í loftið fyrir helgi. Hópur þessir leiðir fjársöfnun til styrktar A-landsliði karla sem náði þeim frábæra árangri á dögunum að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í körfubolta, í fyrsta skipti í sögunni, en það fer fram í ágúst á næsta ári.

19. september 2014

Körfuknattleiksdeild | Naumt tap gegn Keflvíkingum í framlengdum leik

Skallagrímsmenn þurftu að sætta sig við naumt tap í kvöld gegn Keflvíkingum 89:90 þegar liðin mættust í Borgarnesi í lokaleik sínum í B-riðli Lengjubikarsins. Um spennuleik var að ræða þar sem grípa þurfti til framlengingar eftir að Skallagrímsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson jafnaði leikinn 84:84 með glæsilegri þriggja stiga körfu þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Keflvíkingar voru yfir allan tímann í framlengingunni - komust mest þremur stigum yfir 87:90 - uns Sigtyggur Arnar minnkaði muninn niður í eitt stig með tveimur vítaskotum þegar tæpar 30 sekúndur voru eftir. Reynsluboltinn Damon Johnson misnotaði skottækifæri í næstu sókn fyrir gestina og því kom síðasta sókn leiksins í hlut Borgnesinga. Þar fékk Tracey Smith tækifæri til að tryggja heimamönnum sigurinn en því miður geigaði skot hans. Sigurinn var því Keflvíkinga.

18. september 2014

Körfuknattleiksdeild | Keflvíkingar koma í heimsókn á morgun – Fjölskyldudagur fyrir leik

Síðari leikur Skallagríms í Lengjubikar karla fer fram á morgun, föstudag, í Fjósinu í Borgarnesi. Borgnesingar er án stiga í B-riðli líkt og Keflvíkingar - bæði lið hafa þurft að lúta í lægra haldi gegn Stjörnunni sem er öruggt í efsta sæti riðilsins - og kemst sigurliðið í leiknum því áfram í 8-liða úrslit Lengjubikarsins. Leikurinn hefst kl. 19:15 venju samkvæmt og eru allir stuðningsmenn hvattir til að mæta á morgun til að styðja Skallagrímsmenn til sigurs. Frítt er á leikinn.

15. september 2014

Knattspyrnudeild | Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Knattspyrnudeildar Skallagríms fór fram þriðjudaginn 9. september. Allir iðkendur deildarinnar fengu viðurkenningar fyrir knattspyrnusumarið auk þess sem afhentur var glaðningur frá deildinni. Um er að ræða "kvart"buxur sem vonandi eiga eftir að nýtast vel til knattspyrnuiðkunar.

Sjá myndir

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes