27. mars 2015

Knattspyrnudeild | Sterkur sigur á Stál-úlfi í lengjubikarnum

 Meistaraflokkur Skallagríms vann í gær sinn annan leik í lengjubikarnum þegar þeir léku gegn Stál-úlfi í Egilshöll. Ekki gekk allt upp í aðdraganda leiksins. Til að byrja með voru okkar menn nokkuð fáliðaðir vegna veikinda og forfalla. 14 leikmenn mættu þó til leiks en Trausti spilaði t.d. í marki og Helgi Pétur Magnússon lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á þessu tímabili.

Helgi Pétur spilaði í gær

26. mars 2015

Körfuknattleiksdeild | Liprir sprettir hjá strákunum í 10. flokki í lokamóti vetrarins

Strákarnir í 10. flokk ásamt Páli Axel þjálfara. Mynd. Sigríður Bjarnad.
Strákarnir í 10. flokki kepptu í lokamóti sínu í Íslandsmóti yngri flokka í Þorlákshöfn um síðustu helgi. Keppt var í B-riðli og léku strákarnir fjóra leiki. Að sögn Páls Axels Vilbergssonar, þjálfara 10. flokks, var fyrsti leikurinn á laugardeginum gegn sterku liði Þórs/Grindavíkur sem kom úr A-riðli. Framan af leiknum var jafnræði með liðunum en um miðjan annan leikhluta í stöðunni 22:22 tóku heimamenn rispu og skoruðu 18 stig á móti 5 stigum okkar manna og því var staðan í hálfleik 40:27 fyrir Suðurstrandarmenn. Í þriðja leikhluta léku heimamenn við hvurn sinn fingur og hittu einstaklega vel, skorðuðu 31 stig á móti 10 stigum okkar manna. Fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var því staðan orðin 71:39 og á brattann að sækja fyrir okkar menn sem voru alls ekki búnir að spila illa.

26. mars 2015

Körfuknattleiksdeild | Stuðdansleikur með Páli Óskari í Hjálmakletti framundan

Körfuknattleiksdeild Skallagríms stendur fyrir stuðdansleik með engum öðrum en stuðboltanum Páli Óskari í Hjálmakletti í Borgarnesi á morgun, föstudag. Páll Óskar mætir í glimmergallanum með dansarana sìna, risa hljòð- og ljòsakerfi og rífandi stemningu. Það er alveg ljóst að fólk þarf að fara að æfa sig því það verður dansað fram á rauða nótt og gleðin verður í algleymingi. Forsala á miðum er hafin í versluninni Tækniborg (gamla Omnis) í Borgarnesi, að Borgarbraut 61. Miðaverð i forsölu er 2.500 kr. en miðaverð við hurð er 3000 kr. 18 ára aldurstakmark er á ballið.

25. mars 2015

Körfuknattleiksdeild | Lokamótið hjá 9. flokki stúlkna fór fram um síðustu helgi

Lið 9. flokks stúlkna.
Stelpurnar í 9. flokki kepptu í lokamótinu sínu á Íslandsmóti yngri flokka um síðustu helgi. Mótið fór fram í Hafnarfirði, en leikið var í B-riðli. Úrslit leikja urðu þannig: Hrunamenn/Hamar - Skallagrímur 53:29, Tindastóll - Skallagrímur 54:26, Snæfell - Skallagrímur 51:32 og Haukar - Skallagrímur 70:16. Stelpurnar hafa þar með lokið leik á Íslandsmótinu í vetur. Þær hafa öðlast góða reynslu á tímabilinu og mun án efa byggja á henni á æfingum framundan.

25. mars 2015

Knattspyrnudeild | Mót sumarsins hjá yngri flokkunum

 Nú styttist í sumarvertíðina hjá knattspyrnunni þar sem mikið verður um að vera í allt sumar. Skipulagning er hafin varðandi þátttöku í mótum sumarsins og flestir flokkar farnir af stað með fjáraflanir. Í flipanum hér vinstra megin á síðunni er hægt að smella á mót yngri flokka en þar er listi yfir mót sumarsins hjá yngri flokkum Skallagríms.

Ungar stúlkur á Símamótinu síðasta sumar

23. mars 2015

Körfuknattleiksdeild | Tap fyrir ÍR í síðasta deildarleik drengjaflokks - Úrslitakeppni framundan

Strákarnir í drengjaflokki urðu að sætta sig við tap gegn ÍR á útivelli í síðasta leik sínum í 2. deild Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram í gær í Seljaskóla. Lokatölur leiksins urðu 55:48 fyrir Breiðhyltinga en eins og tölurnar gefa til kynna þá var sóknarleikur Skallagrímsdrengja ekki mikið til að hrópa hátt húrra fyrir.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes