31. ágúst 2014

Körfuknattleiksdeild | Skallagrímur semur við Tracy Smith Jr.

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur gengið frá samningi við bandaríska leikmanninn Tracy Smith Jr. til að leika með úrvalsdeildarliði félagsins á komandi leiktíð í Dominos deild karla. Tracy er íslensku körfuboltasenunni að góðu kunnugur. Hann lék með Njarðvíkingum á síðustu leiktíð og skoraði hann 21,8 stig að meðaltali í leik með þeim ásamt því að taka 12,9 fráköst.

31. ágúst 2014

Körfuknattleiksdeild | Yngri flokka starfið að hefjast hjá körfuknattleiksdeild

Nú er skólastarfið komið á fullt og í kjölfarið ætlar körfuknattleiksdeildin að hefja æfingar yngri flokka venju samkvæmt. Æfingar hefjast á morgun, mánudaginn 1.september. Skipulagðar æfingar verða síðan í allan vetur fram til 1.júní 2015. Ný tímatafla í íþróttasal Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi hefur verið gefin út að þessu tilefni og má sjá hana og sækja hér. Hún tekur gildi frá og með morgundeginum, 1. september.

 

Fulltrúar körfuknattleiksdeildar fara síðan í skólana í Borgarbyggð á morgun með skráningarblöð til nemenda. Í heimsókn sinni veita þeir einnig allar aðrar upplýsingar um starfið framundan.

29. ágúst 2014

Knattspyrnudeild | Ný æfingatafla

Nú er birt æfingatafla sem gilda á fyrir vetrarvertíðina í knattspyrnu. Tveir nýjir þjálfarar munu taka til starfa þann 1. september, þeir David og Hrannar. David hefur þjálfað yngri flokka í knattspyrnu um nokkurt skeið sem og Hrannar sem einnig mun starfa sem verkefnastjóri fyrir Knattspyrnudeild.

 

Að þessu sinni er kvennahópunum ekki skipt samkvæmt hefðbundum flokkum í knattspyrnu, heldur er skipt í sömu árganga  og þeim er skipt á stig í grunnskólanum.

 

Að venju er fyrsta hausttaflan birt með fyrirvara um breytingar, en breytingar í fjölda iðkenda í hópum getur kallað á breytta hópaskipan og þ.a.l. breytta töflu. 

 

Æfingar hefjast samkvæmt þessari töflu mánudaginn 1. september.

 

28. ágúst 2014

Knattspyrnudeild | Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka knattspyrnudeildar Skallagríms verður haldið í Óðali þann 9. september kl 16:00.
Dagskrá verður með hefðbundnu sniði; boðið verður upp á veitingar og þjálfarar veita viðurkenningar fyrir árangur sumarsins.
Að lokinni dagskrá í Óðal verður farið með rútu á Laugardalsvöll þar sem Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016.

 

26. ágúst 2014

Sunddeild | Veturinn 2014-15

 Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúning vetrarstarfsins. Ný tímatafla er komin á netið og hefjast æfingar mánudaginn 1. september.

 

 Það er spennandi vetur framundan, erum með góða þjálfara og nóg um að vera.  Vonumst til að sjá alla aftur og fullt af nýjum andlitum líka. Vel tekið á móti öllum :)

 

 Í vetur er stefnt á að vera með Garpasund, við erum að leita að þjálfara og finna tíma en það væri gaman að heyra af áhugasömum Görpum. Þannig að endilega sendið póst á sund@skallagrimur.is

 

 

22. júlí 2014

Knattspyrnudeild | Símamótið 2014

Skallagrímsstelpur fjölmenntu um helgina á Símamótið í Kópavogi. Mótið hófst með skrúðgöngu á fimmtudagskvöldi og riðlakeppnin hófst svo á föstudagsmorgni og var spiluð knattspyrna fram á miðjan dag á sunnudag.
Föstudag og laugardag var úrhellisrigning á köflum og stelpurnar lentu í allskonar ævintýrum, boltinn stoppaði í pollum og allir voru gegndrepa eftir flesta leiki. Það kom þó ekki að sök, allir komust í húsaskjól á milli leikja og náðist að þurrka mannskapinn. .
Allir skemmtu  sér konunglega, keppendur og foreldrar.

 

Hér er hægt að skoða myndir af öllum flokkunum. Myndirnar tóku Maríu M, Kristján Ingi, Bragi Þór, Hrafnhildur, Valgerður Solveig o.fl.

 

  

 Mætið bæði á leiki og á æfingar
    - það hvetur og uppörvar börnin að finna fyrir áhuga ykkar.

  

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes