31. október 2014

Körfuknattleiksdeild | Góður árangur hjá 8. flokki drengja

Strákarnir í 8. flokki drengja tóku þátt í fyrsta fjölliðamóti vetrarins um síðustu helgi. Mótið fór fram í Smáranum í Kópavogi og var keppt í B-riðli sem ásamt Skallagrími er skipaður fimm liðum. Í fyrsta leik sínum mættu Skallagrímsmenn liði Hauka b og eftir jafnan leik bar Skallagrímur sigur úr býtum, 41:45. Næsti leikur var spennuleikur gegn Valsmönnum. Sá leikur reyndist einnig frekar jafn en að endingu urðu Skallagrímsmenn að játa sig sigraða með þremur stigum, 39:36. Í þriðja leiknum mættu síðan Skallagrísmenn liði Þórs frá Þorlákshöfn. Þann leik sigruðu strákarnir auðveldlega og urðu lokatölur 38:47 fyrir Skallagrím. Í lokaleiknum mætti strákarnir síðan heimamönnum í Breiðablik. Eftir skemmtilegan leik höfðu heimamenn reyndar betur og urðu lokatölur 39:31. Skallagrísmenn höfnuðu því í 3. sæti á mótinu og fyrir vikið halda þeir sæti sínu í B-riðli. Flottur árangur hjá strákunum.

31. október 2014

Körfuknattleiksdeild | Þungur róður í Hafnarfirði

Ekki áttu Skallagrímsmenn miklu láni að fagna gegn fyrnasterku liði Hauka í Hafnarfriði í gærkvöld þegar fjórða umferð Dominos deildarinnar fór fram. Strax í upphafi leiks var ljóst að heimamenn yrðu erfiðir viðureignar og var staðan að loknum fyrsta leikhluta 29:14 fyrir þá. Okkar menn bitu þó í skjaldarrendur með góðri baráttu í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn fyrir hálfleik í tólf stig, 52:40. Í þriðja leikhluta skildi þó í sundur með liðunum. Eftir að Skallagrímsmenn höfðu minnkað muninn í tíu stig 54:44 settu Haukar í fluggírinn og eftir 7-0 áhlaup var staðan orðin 61:44. Heimamenn héldu síðan áfram að bæta við muninn og áttu Borgnesingar fá svör við hröðum leik þeirra í sókn sem vörn. Þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn orðin 30 stig, 81:51. Lokaleikhlutinn var loks formsatriði fyrir heimamenn sem hvíldu lykilmenn á bekknum. Niðurstaðan að endingu 39 stiga tap Skallagríms, 107:68.

30. október 2014

Körfuknattleiksdeild | Skallagrímsmenn halda í Hafnarfjörðinn í kvöld

Daði Berg Grétarsson og félagar verða í eldlínunni í Hafnarfirði í kvöld. Mynd. Ómar Örn Ragnars.
Fjórða umferð Dominos deildarinnar fer fram í kvöld með sex leikjum. Skallagrímsmenn halda í Hafnarfjörðinn og mæta heimamönnum í Haukum, uppeldisfélagi Péturs þjálfara og Brynjars Þórs aðstoðarþjálfara Skallagrímsmanna. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Hafnfirðingar hafa byrjað vel í Dominos deildinni og eru á toppi deildarinnar ásamt KR-ingum með sex stig og hafa ekki tapað leik. Skallagrímsmenn eru aftur á móti án stiga á botninum ásamt Fjölni og ÍR. Okkar menn mæta vafalaust grimmir til leiks enda orðnir sólgnir í fyrstu stig vetrarins. Því má búast við miklum baráttuleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru allir Fjósamenn nær og fjær hvattir til leggja leið sína í Hafnarfjörðinn og styðja Skallagrímsmenn til sigurs. Minnt er á að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Haukar TV á netinu. Fylgjast má með útsendingunni hér.

29. október 2014

Körfuknattleiksdeild | Snægrímur tapaði fyrir KR í Stykkishólmi

Snægrímsmenn, sameiginlegt lið Snæfells og Skallagríms, varð að játa sig sigrað á laugardaginn gegn sterku liði KR á Íslandsmótinu í unglingaflokki. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi. Lokatölur urðu 80:97 fyrir Vesturbæinga, en staðan í hálfleik var 39:46 fyrir gestina. Snægrímur fyrir vikið á botni deildarinnar eftir tvo leiki með ekkert stig ásamt Haukum. Næsti leikur liðsins fer fram á sunnudaginn gegn Keflavíkingum suður með sjó. Leikurinn hefst kl. 13.

28. október 2014

Körfuknattleiksdeild | Hafþór Ingi Gunnarsson heiðraður

Hafþór Ingi í Skallagrímsbúningnum, síðasta tímabil sitt fyrir félagið.
Körfuknattleiksdeild Skallagríms heiðraði Borgnesinginn Hafþór Inga Gunnarsson, fyrrum leikmann Skallagríms í hálfleik í Vesturlandsslagnum í gær í Borgarnesi. Allir áhorfendur leiksins risu úr sætum og þökkuðu Hafþóri fyrir framlag sitt á ferlinum með dynjandi lófataki ásamt leikmönnum og dómurum. Hafþór eða Haffi Gunn eins og hann er oft kallaður þurfti að leggja körfuboltaskónna á hilluna í desember á síðasta ári þegar hann lék með Snæfelli eftir glímu við þrálát meiðsli í hné. Ferill Hafþórs í úrvalsdeild spannaði 16 ár en hann tók þátt í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik með uppeldisfélagi sínu Skallagrími árið 1997. Lengst af ferlinum lék Hafþór með Borgnesingum en að auki lék hann í fjögur tímabil með nágrönnunum í Snæfelli. Úrvalsdeildarleikir Haffa eru sennilega á fjórða hundrað og ef með eru taldir leikir í 1. deild, bikarkeppnum og úrslitakeppni nálgast leikjafjöldinn sennilega á sjötta hundraðið. Með Skallagrími og Snæfelli komst Haffi tvisvar í úrslit Íslandsmótsins, með Snæfelli 2004 og Skallagrími 2006, og var hann lykilmaður í báðum liðum. Hann lék stöðu bakvarðar allan sinn feril og þótti liðtækur og útsjónasamur leikstjórnandi með gott auga fyrir sendingum og sérstaklega skæð þriggja stiga skytta. Hyttni hans olli oft miklum usla hjá mótherjum hans svo eftir var tekið á vettvangi körfuboltans á Íslandi. Þá kom oftar en ekki fyrir að framlag hans á lokasekúndum leikja tryggði glæsta sigra. Einnig sá Hafþór um þjálfun nokkra yngri flokka hjá Skallagrími um árabil og var hann í því hlutverki yngri iðkendum góð fyrirmynd.

27. október 2014

Körfuknattleiksdeild | Hólmarar höfðu betur í Vesturlandsslagnum

Þrátt fyrir tapið rauf Páll Axel 1000 körfu múrinn í leiknum. Mynd. Ómar Örn Ragnars.
Mikil og góð stemning var í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld þegar Vesturlandsslagur Skallagríms og Snæfells í Dominos deild karla fór fram fyrir fullu húsi. Þakið ætlaði að rifna af húsinu í kynningu fyrir leik þar sem boðið var upp á ljósashow, reykblástur og dúndrandi músík og ljóst að Fjósamenn ætluðu að láta vel í sér heyra á leiknum sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Leikurinn fór jafnt af stað. Snæfellingar náðu þó yfirhöndinni fljótt og komust fimm stigum yfir 7:12. Pétur Ingvarsson tók þá leikhlé og skerpti á leikstíl Borgnesinga sem mættu sprækari til leiks fyrir vikið. Heimamenn hófu að saxa á forskot Hólmara og komust loks yfir 15:13 með góðum körfum frá Tracey Smith Jr. og Sigtryggi Arnari Björnssyni. Liðin skiptust síðan á körfum uns fyrsta leikhluta lauk, en lokaorðið átti Tracey Smith Jr. sem kom okkar mönnum einu stigi yfir með síðastu körfu leikhlutans, 19:18.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes