24. nóvember 2015

Knattspyrnudeild | Nóg að gerast í boltanum

Þrátt fyrir að margir telji að nú sé fótboltinn í hvíld hefur boltinn sannarlega rúllað undanfarið. Um helgina lék 4. flokkur sinn annan leik í faxaflóamótinu. leikið var gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. Skallarnir sigruðu leikinn 4-2 og eru því búnir að vinna fyrstu tvo leiki sína í riðlinum, en þeir sigruðu Stjörnuna fyrr í haust 6-2.

 

16. nóvember 2015

Sunddeild | Lionsmótið í sundi 2015

Það voru yfir 100 keppendur sem tóku þátt í hinu árlega Lionsmóti Sunddeildar Skallagríms á laugardaginn og það er óhætt að segja að áhorfendabekkurinn hafi verið þétt setinn þann daginn.
Stjórn sunddeildarinnar langar að þakka öllum þeim sem stóðu vaktina með þeim, án ykkar hefði þetta ekki verið hægt.
Lions, Nettó, JGR og Geirabakarí eiga einnig þakkir skyldar fyrir sitt framlag og Nemendafélag Grunnskólans fyrir bíósýninguna og allt poppið. 

12. nóvember 2015

Knattspyrnudeild | Æfingar meistaraflokks að hefjast

 Nýr þjálfari meistaraflokks karla, Aðalsteinn Aðalsteinsson, ætlar að taka undirbúningstímabilið með trompi og hefjast æfingar í kvöld. Undanfarin ár hafa æfingar ekki hafist fyrr en eftir áramót en þjálfarinn er stórhuga fyrir komandi tímabil. Ljóst er að æfingahópurinn verður ansi ungur framan af vetri en þónokkrir strákar úr 3. flokki munu æfa með meistaraflokknum.

Aðalsteinn við undirskriftina með Ívari og Leif

5. nóvember 2015

Aðalstjórn | Aðalfundur UMF Skallagríms

Aðalfundur UMF Skallagríms verður haldinn fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20 að Skallagrímsgötu 7a, í nýja UMSB húsinu. 

Hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Stjórnin.

 

5. nóvember 2015

Knattspyrnudeild | Dekkjakurl á gervigrasvöllum

 Mikil umræða hefur verið hér í Borgarnesi og annars staðar um dekkjakurl sem notað er á gervigrasvöllum hér á landi. Flestir ef ekki allir eldri gervigrasvellir innihalda kurl úr endurnýttum hjólbörðum og hafa einhverjar rannsóknir bent á skaðsemi þess. Nýjustu vellirnir hér á landi innihalda ekki svona kurl heldur aðra gerð sem er sérstaklega framleidd fyrir knattspyrnuvelli. Þetta var tekið fyrir á fundi stjórnar KSÍ 29. október síðastliðinn.

4. nóvember 2015

Knattspyrnudeild | Samanburður ASÍ á æfingagjöldum í knattspyrnu

ASÍ gerði á dögunum samanburð á æfingagjöldum knattspyrnufélaga á Íslandi. Skallagrímur var reyndar ekki með í þessum samanburði en athyglisvert er að skoða æfingagjöld hjá deildinni miðað við stærri félögin. Í dag kostar það 4500 krónur að æfa knattspyrnu 3 sinnum í viku í Borgarnesi en allir flokkar æfa 3 í viku nema yngstu aldurshóparnir.

Þetta þýðir að fyrir 4 mánuði greiðist 18.000 krónur.

Ungar stúlkur í 6. flokki

 Mætið bæði á leiki og á æfingar
    - það hvetur og uppörvar börnin að finna fyrir áhuga ykkar.

  

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes