29. janúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Skallagrímsmenn fá Hafnfirðinga í heimsókn í kvöld

Image and video hosting by TinyPic

Skallagrímur fær Hauka í heimsókn í Fjósið í Borgarnes kvöld í Dominos deildinni. Haukar verma sem stendur 9. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Skallagrímsmenn eru í 11. sæti með 4 stig. Tvö dýrmæt stig eru því í boði í kvöld og eru allir stuðningsmenn Skallagríms hvattir til að mæta í Fjósið og styðja sína menn til sigurs. Leikurinn hefst á sama tíma og venjulega kl. 19:15. Áfram Borgarnes!

29. janúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Öruggur sigur drengjaflokks gegn Valsmönnum

Drengjaflokkur Skallagríms atti kappi við Val í Íslandsmótinu á þriðjudagskvöldið í Vodafone höllinni að Hlíðarenda í Reykjavík. Leikurinn byrjað af krafti hjá drengjunum frá Borgarnesi og settu þeir snemma í fluggírinn. Þriggjastiga körfur, „ekkert horf“ (no look) sendingar og hraðaupphlaup einkenndi fyrsta leikhluta sem endaði 8:26 fyrir Skallagrímsmenn. Annar leikhluti byrjaði af krafti en smám saman náðu Valsarar að minnka muninn. Skallar bættu hins vegar í þó svo að engin Þórður Sigurðsson hafi verið í stúkunni. Í hálfleik var staðan 20:54 fyrir Borgnesinga.

26. janúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Bikarleikur 10. flokks verður á miðvikudaginn

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur leiktíma bikarleiks Skallagríms/Reykdæla og KR í bikarkeppni 10. flokks drengja sem vera átti í kvöld í Borgarnesi verið breytt. Nýr leiktími er kl. 20:00 á miðvikudaginn (28. janúar). Hvetjum alla til stuðningsmenn til að leggja leið sína í Íþróttahúsið þá og hvetja strákana til sigurs.

25. janúar 2015

Sunddeild | GARPAR !

Garparhópur Sunddeildar Skallagríms hefur æfingar að nýju þriðjudaginn 27. janúar kl. 17.  Æfingar verða fríar fyrstu um sinn. Allir velkomnir 18 ára og eldri sem vilja prófa að synda í skemmtilegum hópi.  Þjálfari Lilja Guðrún Guðmundsdóttir liljagudm@gmail.com 

25. janúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Dagskrá Borgarnesblótsins liggur fyrir – miðasala byrjuð

Smellið til að stækka auglýsinguna.

„Nemmdin“ svokallaða hefur sent frá sér dagskrá Borgarnesblótsins 2015 sem fram fer laugardaginn 14. febrúar nk í Hjálmakletti í Borgarnesi. Dagskráin er glæsileg svo ekki sé fastara að orði kveðið og er útlit fyrir stórskemmtilegu blóti. Fjölmörg skemmtiatriði verða í boði, Einarsnessystur munu stíga á stokk með tónlistaratriði, Mýramax mun frumsýna glænýja kvikmynd og þá mun Gísli Einarsson flytja blótinu hugvekju af sinni alkunnu snilld. Blótinu mun loks ljúka með dynjandi dansleik þar sem sjálfur Ingó Veðurguð ásamt hljómsveitinni Á móti sól mun leika fyrir dansi inn í nóttina. Veislustjóri verður Páll Brynjarsson. Þrælsúr þorramaturinn verður eins og hann gerist bestur frá Kræsingum í Borgarnesi.

25. janúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Bikarleik 10. flokks drengja frestað um einn dag

Bikarleikur Skallagríms/Reykdæla og KR í bikarkeppni 10. flokks drengja sem fram átti að fara í Borgarnesi í dag hefur verið frestað vegna veðurs. Nýr leiktími er annað kvöld, mánudag, á sama stað kl. 20:30.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes