27. febrúar 2015

Körfuknattleiksdeild | 8. flokkur keppir í Valsheimilinu um helgina

Strákarnir í 8. flokki halda suður til Reykjavíkur um helgina til að keppa í fjölliðamóti í þriðju umferð Íslandsmótsins. Þeir leika í B-riðli og fer mótið fram í Vodafone höllinni, Valsheimilinu að Hlíðarenda. Með Skallagrími í riðli eru Ármann, Valur, Njarðvík og Grindavík. Þjálfari 8. flokks er Sigtryggur Arnar Björnsson.

27. febrúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Tap í baráttuleik í Vesturbænum

Image and video hosting by TinyPic

Páll Axel, Sigtryggur Arnar og Davíð Ásgeirsson geysast í sókn. Mynd. Jón Björn/karfan.is

Boðið var upp á baráttuleik í gærkvöld í DHL höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur þegar Skallagrímsmenn sóttu lið KR heim. KR-ingar byrjuðu mun betur í leiknum sem einkenndist af miklum sveiflum og voru þeir röndóttu komnir með 12 stiga forystu, 18:6, strax þegar leið á fyrsta leikhluta. Borgnesingar náðu aðeins að klóra í bakkann áður en leikhlutanum lauk og var staðan að honum loknum 22:14 fyrir KR. 

26. febrúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Skallagrímur heimsækir Vesturbæinn í kvöld

Páll Axel í baráttunni gegn KR í Borgarnesi. Mynd. Ómar Örn.
Skallagrímur mætir KR í kvöld á útivelli í DHL höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar verma toppsæti Dominos deildarinnar með 32 stig. Liðið hefur einungis tapað tveimur leikjum á tímabilinu og hefur sýnt fádæma yfirburði í mörgum leikjum. Okkar menn verma aftur á móti 10. – 12. sæti með ÍR og Fjölni og hafa 8 stig, en hafa óðum verið að sýna sitt rétta andlit. Skallagrímsmenn þurfa á öllum stuðningi að halda í kvöld gegn erfiðum andstæðingum.

26. febrúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Snægrímur beið lægri hlut gegn Haukum

Snægrímsmenn urðu að bíta í það súra epli að tapa naumlega fyrir Haukum á heimavelli í Borgarnesi á mánudaginn. Lokatölur leiksins urðu 84:89 fyrir Hafnfirðinga. Þetta var annað tap Snægrímsmanna í röð í Íslandsmótinu í unglingaflokki en áður töpuðu þeir gegn ÍR á útivelli í hörkuleik 99:106. Liðið vermir nú 9. sæti Íslandsmótsins með 4 stig þegar tólf umferðir eru búnar.

 

23. febrúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Snægrímur mætir Haukum í Fjósinu í kvöld

Sameiginlegt lið Snæfells og Skallagríms í unglingaflokki karla fær lið Hauka í heimsókn í kvöld í Íslandsmótinu. Leikurinn fer fram í Fjósinu í Borgarnesi. Um frestaðan leik er að ræða en hann átti að fara fram fyrir viku síðan. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:30 og eru allir hvattir til að leggja leið sína á pallana og styðja strákana til sigurs.

23. febrúar 2015

Körfuknattleiksdeild | Gamla myndin: Axel Kárason og kálfurinn Skallagrímur

Image and video hosting by TinyPic

Axel Kárason klappar kálfinum Skallagrími í Fjósinu í desember 2006. Mynd. Svanur Steinarsson.

Eins og kom fram eftir leik Skallagríms og Stjörnunnar í undanúrslitum Powerade bikarsins á dögunum þá eru „kolvitlausir sveitalúðar“ út um allt í stuðningsmannahópi Skallagríms. Ummælunum tóku Skallagrímsmenn af stóískri ró enda eru þeir stoltir af uppruna sínum í sveitinni. Viðbrögð þeirra mátti sjá víða á samfélagsmiðlum í kjölfar ummælanna. Svo kom á daginn að boðberinn sjálfur reyndist sveitamaður í báðar ættir sem í kjölfarið gekkst því við þessari góðu staðreynd með stolti eins og sannur sveitalúði. Það hefur sjálfsagt reynst honum hvatning um helgina.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes