22. júlí 2014

Knattspyrnudeild | Símamótið 2014

Skallagrímsstelpur fjölmenntu um helgina á Símamótið í Kópavogi. Mótið hófst með skrúðgöngu á fimmtudagskvöldi og riðlakeppnin hófst svo á föstudagsmorgni og var spiluð knattspyrna fram á miðjan dag á sunnudag.
Föstudag og laugardag var úrhellisrigning á köflum og stelpurnar lentu í allskonar ævintýrum, boltinn stoppaði í pollum og allir voru gegndrepa eftir flesta leiki. Það kom þó ekki að sök, allir komust í húsaskjól á milli leikja og náðist að þurrka mannskapinn. .
Allir skemmtu  sér konunglega, keppendur og foreldrar.

 

Hér er hægt að skoða myndir af öllum flokkunum. Myndirnar tóku Maríu M, Kristján Ingi, Bragi Þór, Hrafnhildur, Valgerður Solveig o.fl.

 

  

19. júlí 2014

Knattspyrnudeild | Tveir sigrar á sex dögum

Fimmtudaginn 10. júlí lék Skallagrímur gegn Erninum í Fagralundi í Kópavogi. Leikurinn fór rólega af stað en Skallagrímsmenn náðu fljótlega undirtökunum.  Á 21. mín. fyrri hálfleik skoraði Viktor Jakobsson gott mark með vinstri fæti þegar hann fékk góða sendingu frá Sölva Gylfasyni inn fyrir vörn Arnarins.
17. júlí 2014

Körfuknattleiksdeild | Ármann leikur áfram með Skallagrím

Mynd frá Egill Egilsson.Ármann Örn Vilbergsson sem lék með Skallagrím á síðustu leiktíð í Dominosdeild karla, mun leika áfram með Skallagrím á komandi leiktíð. Ármann kom til liðs við Skallagrím þegar nokkuð var liðið á tímabilið 2013-2014. Ármann er Grindvíkingur, fæddur árið 1985 og hefur talsverða reynslu af að spila í úrvalsdeild en hann hefur mestan sinn feril spilað með uppeldisfélagi sínu í Grindavík. Við bindum miklar vonir við Ármann og bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn til okkar að nýju sagði formaður körfuknattleiksdeidlar Skallagríms, Kristinn Sigmundsson, í stuttu spjalli við heimasíðu Skallagríms.

2. júlí 2014

Körfuknattleiksdeild | Sigtryggur Arnar á leið í Skallagrím

Sigtryggur Arnar Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls og Breiðabliks, er á leið í Skallagrím og hyggst leika með liðinu á komandi keppnistímabili.  Sigtryggur hefur undanfarið alið manninn erlendis við nám og leikið körfuknattleik jafnframt með skólaliði sínu, St. Mary´s í Kanada.  Sigtryggur er fæddur árið 1993 og lék með yngri landsliðum Íslands.  Við bjóðum Sigtrygg sem er örfhentur leikstjórnandi velkominn í Skallagrím.

2. júlí 2014

Knattspyrnudeild | HM leikur

Að loknum HM leik Skallagríms kom í ljós að fjórir getspakir þátttakendur voru efstir og jafnir. Því tóku þeir þátt í bráðabana sem lyktaði þannig að tveir voru efstir og jafnir í 1. og 2. sæti og aðrir tveir í 3. og 4. sæti.  Samkvæmt reglum leiksins  spila efstu tveir annan bráðabana til að skera úr um sigurinn. Hinsvegar ræður hlutkesti niðurröðun í 3. og 4. sæti, og var það Gunnar Scott sem var hlutskarpari þar.

 

Til hamingju Gunnar með þriðja sætið.

 

Lokaúrslit liggja fyrir þegar seinni bráðabana lýkur.

26. júní 2014

Knattspyrnudeild | Útdráttarvinningar

Nú hafa tuttugu heppnir þátttakendur í HM leik Knattspyrnudeildar Skallagríms verið dregnir út í happdrætti leiksins.  Vinningar hafa borist flestum vinningshöfum, og munu berast þeim síðustu á næstu dögum. Knattspyrnudeild þakkar þeim sem tóku þátt og öllum þeim fyrirtækjum sem gáfu vinninga.

Úrslit leiksins verða kynnt innan örfárra daga.

 

Listi yfir heppna þátttakendur má sjá hér

 Mætið bæði á leiki og á æfingar
    - það hvetur og uppörvar börnin að finna fyrir áhuga ykkar.

  

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes