31. júlí 2015

Körfuknattleiksdeild | Skallagrímur semur við J.R. Cadot

J.R. Cadot tekur frákast í leik með TCU háskólanum.
Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við J.R. Cadot um að leika með meistaraflokki karla á komandi keppnistímabili í 1. deildinni. Cadot sem er 28 ára gamall kemur frá Bahamaeyjum en hann leikur stöðu framherja og er 196 cm á hæð. Hann lék með Texas Christian University (TCU) í bandaríska háskólakörfuboltanum en eftir útskrift árið 2012 hefur hann verið í atvinnumennsku og leikið með liðum í Slóvakíu og Nýja Sjálandi. Í Slóvakíu var hann með 17 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar að  meðaltali í leik.

30. júlí 2015

Knattspyrnudeild | Viktor með sex mörk

 Meistaraflokkur vann enn einn stórsigur sinn í 4. deildarkeppninni í gærkvöldi. Leikið var gegn Snæfelli í Hólminum í blíðskaparveðri.

Fljótlega varð ljóst í hvað stefndi því skallarnir voru mun sterkari aðilinnstrax í byrjun leiks. Þeir áttu hverja sóknarbylgjuna á fætur annarri og Snæfellingar áttu í vök að verjast. Ísinn brotnaði loks á 11 mínútu þegar Viktor Ingi skoraði. Leifur tók langt innkast sem Viktor Már náði að koma fyrir markið, þar var Ísak óeigingjarn, lagði boltann á Viktor sem skoraði örugglega.

Viktor skoraði 6 mörk í gær

29. júlí 2015

Sunddeild | Auglýst eftir sundþjálfurum

Sunddeild Skallagríms auglýsir eftir sundþjálfurum!

Um er að ræða þjálfun bæði yngri og eldri hópa.

 

Við leitum að: ...
* Einstaklingi eldri en 20 ára sem gæti t.d. tekið að sér yfirumsjón með starfi allra hópa auk þjálfunar elsta hópsins. Reynsla af þjálfun og/eða menntun á sviði íþróttafræða nauðsynleg.

 

* Einstaklingi eldri en 18 ára til að þjálfa yngri hópa, getur verið á hendi eins eða fleiri einstaklinga. Reynsla af þjálfun æskileg eða menntun á sviði íþróttafræða.

 

* Aðstoðarþjálfara fyrir yngri og eldri hópa.

 

27. júlí 2015

Körfuknattleiksdeild | Manuel A. Rodriguez verður aðalþjálfari meistaraflokks kvenna

Manuel A. Rodriguez í eldlínunni.
Spánverjinn Manuel A. Rodriguez hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Skallagrími. Gengið var frá samningum við Manuel sem er 35 ára gamall um liðna helgi en hann mun ásamt Signýju Hermannsdóttur mynda þjálfarteymi meistaraflokks sem keppir í 1. deild kvenna í vetur. Signý gekk eins og kunnugt er til liðs við Skallagrím fyrr í sumar. 

27. júlí 2015

Knattspyrnudeild | Flottu Bónusmóti lokið

 Á sunnudaginn fór fram Bónusmót í knattspyrnu drengja hér í Borgarnesi. Mótið var fyrir drengi í 6. flokki og var mikið líf á svæðinu. Alls mættu fimm félög með um 140 drengi á mótið í 23 liðum.

23. júlí 2015

Knattspyrnudeild | Sigur á Vatnaliljunum

 Baráttan um sæti í úrslitakeppni 4 deildar hélt áfram í gær þegar okkar menn spiluðu gegn Vatnaliljunum í Kópavogi. Fyrir leikinn voru okkar menn í 3. sæti riðilsins en andstæðingarnir mun neðar. Borgnesingar mættu sterkir til leiks og tóku fljótt völdin á vellinum. Guðni kom Skallagrím yfir eftir hornspyrnu og Halldór tvöfaldaði forystuna á 25 mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn og var staðan í hálfleik því 2-1 okkur í vil.

 Mætið bæði á leiki og á æfingar
    - það hvetur og uppörvar börnin að finna fyrir áhuga ykkar.

  

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes