20. júlí 2016

Körfuknattleiksdeild | Kvennalið Skallagríms verður vel mannað á komandi tímabili !

Nýliðar Skallagríms í úrvalsdeild kvenna hafa gert það gott á leikmannamarkaðnum síðustu daga og vikur og voru m.a. að semja við landsliðskonurnar Auði Írisi Ólafsdóttur og Jóhönnu Björk Sveinsdóttur sem báðar koma frá Haukum. Miðherjinn Ragnheiður Benónýsdóttir samdi einnig við Skallagrím og segir því skilið við Valskonur og Hanna Þráinsdóttir úr Haukum, sem var á venslasamningi hjá Skallagrím á síðustu leiktíð, hefur gert eins árs samning við félagið.
Þær Kristrún Sigurjónsdóttir, Sólrún Sæmundsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Arna Hrönn Ámundadóttir og Gunnfríður Ólafsdóttir hafa einnig framlengt samninga sína og verða áfram með liðinu okkar..
Þá leika þær saman í fyrsta sinn í úrvalsdeild systurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir og Arna Hrönn Ámundadóttir. Þær léku saman í einn mánuð í 1. deild kvenna áður en Sigrún gekk til liðs við Grindavík á síðasta tímabili, fyrr í sumar var gengið frá samningi við Sigrúnar sem kemur til baka frá Grindavík og þá er ljóst að Manuel Rodriguez verður áfram með liðið en hann stýrði Skallagrímskonum til sigurs í 1. deild kvenna á síðustu leiktíð.

Það er því ljóst að Skallagrímur ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili í úrvalsdeild kvenna, áfram Skallagrímur !

18. júlí 2016

Knattspyrnudeild | Frábært Símamót í Kópavoginum

 Símamóti Breiðabliks í Kópavoginum lauk um helgina en um er að ræða fjölmennasta yngri flokka mót á Íslandi. Það eru stelpur í 5,6 og 7. flokk sem taka þátt og voru um 300 lið frá rúmlega 40 félögum sem tóku þátt.

Í ár sendi Skallagrímur 32 iðkendur á mótið í 4 liðum sem stóðu sig öll með stakri prýði.

fjölmennur hópur frá Skallagrím

11. júlí 2016

Knattspyrnudeild | Stútfull fótboltahelgi að baki í Borgarnesi

 Nóg var að gerast í boltanum um helgina en Skallagrímsfólk lék alls 6 leiki. 4. flokkur reið á vaðið með leik gegn Fjölni á Skallagrímsvelli síðastliðinn föstudag. Gaman var að sjá fjölmarga áhorfendur í brekkunniog strákarnir komust í 1-0 með marki Arons eftir flotta sendingu frá Alexander eftir um 25 mínútna leik. staðan var síðan 1-0 í hálfleik. Fjölnismenn pressuðu töluvert í síðari hálfleik og náðu að jafna um miðjan hálfleikinn. Undir lok leiksins náðu þeir síðan sigurmarki og tapaðist leikurinn því 1-2

strákarnir í 4. Flokki

27. júní 2016

Knattspyrnudeild | Yngri flokkar á ferð og flugi

 Þrátt fyrir að Íslendingar séu að vinna hug og hjörtu landsmanna og annarra á EM í Frakklandi hefur knattspyrnustarfið hér heima ekki stöðvast. yngri flokkarnir eru á fullu þessa dagana og er nýlokið tveim af stærstu mótum sumarsins.

7. flokkur drengja keppti á Norðurálsmótinu á Akranesi um miðjan mánuðinn en þar fórum við með 2 lið. Mikil ánægja var með mótið og stóðu strákarnir sig mjög vel. Margir sigrar litu dagsins ljós og gleðin skein úr hverju andliti.

21. júní 2016

Körfuknattleiksdeild | Sigrún Sjöfn kemur heim í Skallagrím

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur skrifað undir samning um að spila með gamla uppeldisfélaginu á næstu leiktíð í efstu deild. Sigrún Sjöfn spilaði á síðustu leiktíð með Grindavík í Domino‘s deild kvenna en hún lék tvo leiki með Skallagrími í fyrstu deild kvenna í upphafi tímabils áður en hún gekk til liðs við Grindavík. Sigrún hefur spilað yfir 40 landsleiki fyrir hönd Íslands og verið í atvinnumennsku. Hún spilaði í sænsku úrvalsdeildinni með liði Norrköping Dolphins áður en hún kom aftur til Íslands í fyrra.

Á síðustu leiktíð var Sigrún með 11,8 stig, 8,7 fráköst og 34,4 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Grindavík. Sigrún er mikill liðsstyrkur fyrir lið Skallagríms sem spilar nú í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í fjörutíu ár.

Áfram Skallagrímur !

 

10. júní 2016

Körfuknattleiksdeild | Manuel þjálfar úrvalsdeildarlið Skallagríms í kvennakörfunni áfram

Manuel A. Rodriguez mun áfram stýra kvennaliði Skallagríms á næstu leiktíð. Hann tók við liði Skallagrímskvenna síðasta haust og fór liðið beint upp í úrvalsdeild og tapaði það einungis tveimur leikjum í 1. deild. Frekari fréttir af kvennaliði Skallagríms eru væntanlegar innan tíðar.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes