1. júlí 2015

Körfuknattleiksdeild | Sumarhappdrætti kkd. Skallagríms 2015

Smellið til að stækka.
Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur hleypt af stokkunum sumarhappadrætti til styrktar starfi deildarinnar. Alls eru 50 fjölbreyttir vinningar í boði (sjá mynd hér að ofan) en heildarverðmæti þeirra er 600.000 kr. Hver miði kostar 1.500 kr. Fjöldi miða í boði er 1500. Nú er um að gera að næla sér í miða til að vera með. Dregið verður úr seldum miðum 31. júlí nk. Vinningana verður í framhaldinu hægt að vitja í Framköllunarþjónustunnni við Brúartorg í Borgarnesi fram til 1. desember nk.

18. júní 2015

Knattspyrnudeild | Stórsigur á þjóðhátíðardaginn

 Eini leikur dagsins á Íslandi á 17 júní var leikur Skallagríms gegn Snæfelli í Íslandsmótinu. Fyrir leikinn voru okkar menn ósigraðir með 7 stig eftir 3 leiki en Snæfell með 1 stig eftir 2 leiki. Fyrir leikinn voru Ingólfur Hólmar, Bjarni Hlíðkvist og Guðni Albert heiðraðir fyrir að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir Skallagrím og fengu þeir blómvönd fyrir.

Bjarni, Ingólfur og Guðni

16. júní 2015

Knattspyrnudeild | Skallagrímur - Snæfell 17. júní

 Á þjóðhátíðardag Íslendinga taka heimamenn í Skallagrím á móti Snæfelli á Skallagrímsvelli. Okkar menn eru ósigraðir í riðlinum í sumar eftir jafntefli gegn sterku liði KH í síðustu umferð. strákarnir hafa verið að spila flottan fótbolta og eru í öðru sæti síns riðils. leikurinn hefst klukkan 15:00 og verða ungir iðkendur frá Skallagrím sem leiða menn út á völl fyrir leik. Einnig verður leikmönnum veitt viðurkenning fyrir að spila 100 leiki fyrir Skallagrím.

5. júní 2015

Knattspyrnudeild | Heimaleikur í kvöld

 Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Skallagríms í Íslandsmótinu er í kvöld og hefjast leikar klukkan 19:00. Andstæðingar í kvöld er lið Vatnaliljanna úr Kópavogi en bæði lið eru með 3 stig í riðlinum, en okkar menn hafa þó einungis leikið einn leik á móti tveimur hjá Vatnaliljunum. Búast má við hörkuleik í kvöld en ef heimamenn ætla sér að gera atlögu að sæti í úrslitakeppni þá verður þetta að teljast skyldusigur.

Þessir byrjuðu síðasta leik í Borgarnesi

5. júní 2015

Körfuknattleiksdeild | Líf og fjör á lokahófi yngri flokka körfuknattleiksdeildar Skallagríms

Krakkarnir í flokki 5. - 6. bekks voru hressir líkt og aðrir á lokahófinu. Hér eru þau ásamt Finni þjálfara sínum. Mynd. Einar Á. Páls.
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar Skallagríms fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi síðast liðin mánudag. Um 100 krakkar mættu á hófið og áttu þeir ásamt þjálfurum, foreldrum og forráðamönnum glaðan dag. Farið var í þrautabrautir og allskyns körfuboltaleiki ásamt því að snæddar voru pizzur frá Dominos. Þjálfarar flokkana afhentu síðan iðkendum viðurkenningar og verðlaun fyrir árangurinn í vetur. Allir krakkar í 1-6. bekk fengu verðlaunapening fyrir frábæran vetur og framfarir á körfuboltavellinum, en síðan voru valdir iðkendur í 7-10. flokki drengja og stúlkna ásamt drengjaflokki verðlaunaðir fyrir góðan árangur. Verðlaunahafar í einstökum flokkum má sjá hér að neðan.

2. júní 2015

Körfuknattleiksdeild | Sumaræfingar í körfuboltanum

Sumaræfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Í sumar mun körfuknattleiksdeildin standa fyrir morgunæfingum 2 sinnum í viku fyrir krakka fædda á árunum 2005-2009. Æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Á þeim verður áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjálfun í grunnatriðum körfuboltans. Þjálfari verður Hafþór Ingi Gunnarsson en honum innan handar verða þeir Pálmi Þór Sævarsson yfirþjálfari yngri flokka Skallagríms og Sigtryggur Arnar Björnsson leikmaður meistaraflokks karla.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes