4. febrúar 2016

Sunddeild | Aðalfundi sunddeildar frestað

Aðalfundi sunddeildar sem átti að vera í kvöld verður frestað vegna veðurs. Ný tímasetning er mánudagurinn 8. febrúar kl. 20:00

 

Dagskrá fundar: 

29. janúar 2016

Knattspyrnudeild | Elís Dofri á úrtaksæfingar hjá u-16

 Elís Dofri Gylfason var nú fyrr í vikunni valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum KSÍ fyrir landslið Íslands skipað leikmönnum yngri en 16 ára. Elís er annar leikmaður Skallagríms sem er valinn á æfingar hjá þessum hóp en Brynjar Snær Pálsson æfði með hópnum fyrir áramót. Strákarnir eru báðir hluti af efnilegum 3. flokk hér í Borgarnesi og hafa verið að æfa með sameiginlegu liði Fram/Skallagríms.

Bræðurnir Elís og Sölvi

26. janúar 2016

Sunddeild | Aðalfundur

Aðalfundur Sunddeildar Skallagríms verður haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2016 á skrifstofu UMSB og hefst kl: 20:00

Dagskrá fundar: 
1. Fundur settur 
2. Kosning fundarstjóra
3. Skýrsla stjórnar 
4. Reikningar lagðir fram
5. Stjórnarkosning
6. Önnur mál

Allir eru velkomnir en foreldrar/ forráðamenn barna og unglinga sem æfa sund eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Stjórn Sunddeildar Skallagríms.
  

 

18. janúar 2016

Knattspyrnudeild | Faxaflóamótið farið af stað

 Það er nóg um að vera hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar þessa dagana þrátt fyrir að veturinn sé ansi kaldur. Faxaflóamótið er hafið hjá 4. flokk drengja þar sem þeir hafa spilað 4 leiki sem allir hafa unnist. Seinna í þessum mánuði hefst síðan mótið hjá 5. flokk karla og kvenna en stefnt er að því að spila okkar heimaleiki í Mosfellsbæ.

Drengir í 4. flokk eftir sigur í Hveragerði um helgina

18. desember 2015

Knattspyrnudeild | Jólafrí knattspyrnudeildar

 Í dag er síðasti dagur æfinga á þessu ári hjá knattspyrnudeildinni. Við tekur frí yfir jól og áramót og hefjast æfingar aftur 4. janúar. Knattspyrnudeildin óskar öllum gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á liðnu ári.

7. desember 2015

Knattspyrnudeild | Æfingar í dag falla niður

Allar æfingar hjá deildinni falla niður í dag vegna veðurs.

 

 

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes