4. september 2015

Körfuknattleiksdeild | Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á EM á morgun

Fyrrum leikmenn Skallagríms í landsliðshópnum í Berlín, f.v. Axel Kárason, Hlynur Bæringsson og Pavel Ermolinski. Mynd. Kristinn G. Páls/KKÍ.
Söguleg stund á sér stað á morgun þegar A-landslið karla í körfubolta hefur keppni í lokamóti Evrópumótsins í körfubolta. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar keppa í stórmóti sem þessu og markar þátttakan tímamót í sögu körfubolta á Íslandi. Strákarnir okkar eru í B-riðli sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Mótherjar þeirra á morgun eru gestgjafarnir sjálfir, Þjóðverjar, með NBA stjörnuna Dirk Nowitzki í fararbroddi og hefst leikurinn kl. 13. Aðrar þjóðir sem eru í B-riðli eru Tyrkir, Ítalir, Serbar og Spánverjar.

2. september 2015

Knattspyrnudeild | Lokahóf á laugardaginn

Lokahóf knattspyrnudeildar verður haldið í Óðali á laugardaginn næstkomandi og hefjast herlegheitin klukkan 11:00. Yngstu iðkendurnir fá þar verðlaunapeninga fyrir þátttöku í sumar á meðan 5. flokkur karla og kvenna og 4. flokkur karla fá verðlaun fyrir ástundun, framfarir og síðan er valinn leikmaður ársins í þessum flokkum.

 

1. september 2015

Sunddeild | Starfið hefst

Vetrarstarf sunddeildar hófst með góðri vatnsbombu yngstu iðkendanna í Kópum á mánudaginn.

 

Garpar hefja æfingar á morgun, miðvikudag og verða á sama tíma í útilauginni og Höfrungar.  Við hvetjum alla 18 ára og eldri að koma og prófa garpaæfingar.

Það er enn hægt að skrá í alla hópa. Kópar og Selir eru skráðir hjá UMSB  https://umsb.felog.is/  en Höfrungar eru skráðir hjá sund@skallagrimur.is   Það er velkomið fyrir Seli og Höfrunga að mæta og prófa áður en skráð er en til að gæta fyllsta öryggis verðum við að vita af öllum Kópum fyrirfram. Ekki hika við að hafa samband við þjálfara en allar upplýsingar eru á þjálfarasíðunni.

Við minnum á facebook síðu sunddeildar https://www.facebook.com/pages/Sunddeild-Skallagr%C3%ADms/713830868700720?fref=ts 

Og síður hópa:

Kópar (1.-2. bekkur):  https://www.facebook.com/groups/1397002920605293/?fref=ts

Selir (3.-4. bekkur): https://www.facebook.com/groups/1602725186625579/?fref=ts

Höfrungar (5. bekkur og eldri): https://www.facebook.com/groups/343564035830073/?fref=ts

Garpar (18 ára og eldri): https://www.facebook.com/groups/1692864040936344/?fref=ts 

1. september 2015

Körfuknattleiksdeild | Þjálfarakynning: Óðinn Guðmundsson

Óðinn Guðmundsson frá Beigalda hress í bragði á Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Þjálfarakynningin er komin í loftið enn á ný. Nú er það Óðinn Guðmundsson sem situr fyrir svörum, en hann þjálfar 9.-10. flokk drengja í vetur ásamt Pálma Þór Sævarssyni. Yfir til þín Óðinn.

1. september 2015

Körfuknattleiksdeild | Ný tímasetning á þriðjudagstímum 9.-10. fl. drengja og 7. fl. stúlkna - stúlknaflokks

Uppfærð æfingatafla. Smellið til að stækka.
Tímatöflu yngri flokka körfuknattleiksdeildar Skallagríms hefur verið lítillega breytt. Einu breytingarnar eru á þriðjudagstíma 9.-10.fl. drengja og 7. fl. stúlkna - stúlknaflokks. Samkvæmt henni munu strákarnir nú æfa frá kl. 19:30-20:30 á þriðjudögum en stúlkurnar frá kl. 18:40-19:40. Breytingarnar taka í gildi frá og með deginum í dag.

30. ágúst 2015

Körfuknattleiksdeild | Þjálfarakynning: Íris Gunnarsdóttir

Íris ásamt Davíð Ásgeirssyni unnusta sínum og dóttur þeirra Töru.
Næst í röðinni í þjálfarakynningunni er Íris Gunnarsdóttir sem þjálfar minnibolta stúlkna 6-7 ára og 8-11 ára. Íris er jafnframt leikmaður meistaraflokks kvenna þar sem hún leikur stöðu leikstjórnanda. Gefum boltann til Írisar. 

 Mætið bæði á leiki og á æfingar
    - það hvetur og uppörvar börnin að finna fyrir áhuga ykkar.

  

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Skallagrímsgata 7a, 310 Borgarnes