21. september 2014

Körfuknattleiksdeild | Körfuboltafjölskyldan hefur söfnun til stuðnings EM liði Íslands

Landsliðið fagnar þátttökurétti á EM. Mynd. FIBA Europe/Tomasz
,,Það þarf einbeittan vilja og getu til að komast áfram úr undankeppni karlalandsliða Evrópu í körfuknattleik. Landsliðinu okkar tókst það í fyrsta sinn í sögu íslensks körfuknattleiks með frábærum leik sínum fyrir fullu húsi áhorfenda í Laugardalshöllinni. Breyttir tímar og ný viðhorf - ný tækifæri blasa við.” Svo hljóða upphafsorð fréttatilkynningar frá hópi 30 valinkunnra körfuknattleiksmanna, landsliðsmanna, dómara, þjálfara og forystumanna íslensks körfubolta sem sett var í loftið fyrir helgi. Hópur þessir leiðir fjársöfnun til styrktar A-landsliði karla sem náði þeim frábæra árangri á dögunum að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í körfubolta, í fyrsta skipti í sögunni, en það fer fram í ágúst á næsta ári.

19. september 2014

Körfuknattleiksdeild | Naumt tap gegn Keflvíkingum í framlengdum leik

Skallagrímsmenn þurftu að sætta sig við naumt tap í kvöld gegn Keflvíkingum 89:90 þegar liðin mættust í Borgarnesi í lokaleik sínum í B-riðli Lengjubikarsins. Um spennuleik var að ræða þar sem grípa þurfti til framlengingar eftir að Skallagrímsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson jafnaði leikinn 84:84 með glæsilegri þriggja stiga körfu þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Keflvíkingar voru yfir allan tímann í framlengingunni - komust mest þremur stigum yfir 87:90 - uns Sigtyggur Arnar minnkaði muninn niður í eitt stig með tveimur vítaskotum þegar tæpar 30 sekúndur voru eftir. Reynsluboltinn Damon Johnson misnotaði skottækifæri í næstu sókn fyrir gestina og því kom síðasta sókn leiksins í hlut Borgnesinga. Þar fékk Tracey Smith tækifæri til að tryggja heimamönnum sigurinn en því miður geigaði skot hans. Sigurinn var því Keflvíkinga.

18. september 2014

Körfuknattleiksdeild | Keflvíkingar koma í heimsókn á morgun – Fjölskyldudagur fyrir leik

Síðari leikur Skallagríms í Lengjubikar karla fer fram á morgun, föstudag, í Fjósinu í Borgarnesi. Borgnesingar er án stiga í B-riðli líkt og Keflvíkingar - bæði lið hafa þurft að lúta í lægra haldi gegn Stjörnunni sem er öruggt í efsta sæti riðilsins - og kemst sigurliðið í leiknum því áfram í 8-liða úrslit Lengjubikarsins. Leikurinn hefst kl. 19:15 venju samkvæmt og eru allir stuðningsmenn hvattir til að mæta á morgun til að styðja Skallagrímsmenn til sigurs. Frítt er á leikinn.

15. september 2014

Knattspyrnudeild | Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Knattspyrnudeildar Skallagríms fór fram þriðjudaginn 9. september. Allir iðkendur deildarinnar fengu viðurkenningar fyrir knattspyrnusumarið auk þess sem afhentur var glaðningur frá deildinni. Um er að ræða "kvart"buxur sem vonandi eiga eftir að nýtast vel til knattspyrnuiðkunar.

Sjá myndir

15. september 2014

Sunddeild | Sundæfingar

Æfingar fara vel af stað og góð mæting er í alla hópa.  Auglýsingu um starfið má sjá myndinni hér fyrir neðan eða með því að smella á þennan hlekk.  Nauðsynlegt er að skrá börn sem vilja æfa með Kópum fyrirfram og hvetjum við alla sem hafa áhuga á æfingum Kópa að hafa samband við Guðrúnu Ernu. Ef hópurinn er fullur munum við bæta við hóp ef nægur fjöldi safnast á biðlista og því mikilvægt að láta vita af sér.   Sundeildinn er einnig komin með síðu á facebook og hvetjum við alla sem vilja fylgjast með að líka við hana :)

  

15. september 2014

Körfuknattleiksdeild | Daði Berg Grétarsson gengur til liðs við Skallagrím

Skallagrímsmönnum hefur borist frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök á körfuboltavellinum. Bakvörðurinn harðdrægi Daði Berg Grétarsson gekk í raðir liðsins á dögunum frá Breiðablik og mun hann leika með Borgnesingum í vetur. Daði er 188 cm á hæð, fæddur árið 1991 og fékk sitt körfuboltauppeldi með liði ÍR í Breiðholti í Reykjavík. Á liðnum árum hefur hann leikið með nokkrum liðum í meistaraflokki, bæði í úrvalsdeild og í 1. deild, m.a. ÍR, Ármanni, KFÍ, Fjölni og FSu. Síðasta timabil lék hann einmitt með FSu og skoraði að meðaltali 5,6 stig í leik. Hann skipti um lið á miðju tímabili og gekk í herbúðir Breiðabliks í Kópavogi. Með Blikum skoraði hann 3,7 stig að meðaltali í leik. Þá hefur Daði leikið fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes