22. maí 2015

Knattspyrnudeild | Íslandsmótið hefst í kvöld

 Borgnesingar hefja leik í kvöld í Íslandsmótinu þegar þeir spila gegn liði Afríku. Leikurinn fer fram á Leiknisvelli og hefst klukkan 20:00. Strákarnir eru í nokkuð erfiðum riðli en lið eins og Augnablik og KH eru mjög sterk í ár og stefna líkt og okkar menn á að komast upp.

Byrjunarliðið í sigurleiknum gegn Stokkseyri

12. maí 2015

Knattspyrnudeild | Stútfull fótboltahelgi að baki

 það var nóg um að vera hjá knattspyrnudeildinni um helgina en 5 flokkar spiluðu leiki  og kepptu í mótum. 7. flokkur drengja reið á vaðið á laugardagsmorgun þegar strákarnir tóku þátt í Cheerios móti Víkings í Fossvogi. Alls fór Skallagrímur með 25 drengi á mótið og stillti upp 4 liðum sem öll stóðu sig með miklum sóma.

Hressir strákar á Cheerios mótinu um helgina

8. maí 2015

Knattspyrnudeild | Fótboltasumarið hefst um helgina

Það verður nóg um að vera á Skallagrímsvelli um helgina en það má segja að fótboltasumarið hefjist í Borgarnesi á laugardaginn. Meistaraflokkur Skallagríms spilar í Borgunarbikarnum á laugardaginn klukkan 14:00 gegn liði Stokkseyrar. Miklar breytingar hafa orðið á liðinu frá síðasta sumri og er mikill metnaður hjá bæði leikmönnum og þjálfara.

Meistaraflokkur á leik um helgina
 

6. maí 2015

Körfuknattleiksdeild | 8. flokkur hélt sér uppi í B-riðli í lokamótinu

Liðsmenn Skallagríms í 8. flokki drengja ásamt Sigtryggi Arnari þjálfara. Mynd. Þorsteinn Þorsteins.
Strákarnir í 8. flokki héldu sér uppi í B-riðli í loka fjölliðamóti tímabilsins sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík um síðustu helgi. Strákarnir léku fjóra leiki, unnu einn og töpuðu þremur. Úrslit leikja urðu þannig: Skallagrímur - Keflavík 39:44, Skallagrímur - Valur 28:36, Skallagrímur - Fjölnir 37:29 og Skallagrímur - Ármann 32:48. Niðurstaðan var 4. sæti og 6 stig.

5. maí 2015

Knattspyrnudeild | Bifrastarstyrkur knattspyrnudeildar

 Háskólinn á Bifröst og knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrkinn. Í Bifrastarstyrknum felst að skólagjöld í Háskólanum á Bifröst eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Á umsókninni þarf að koma fram námsferill, starfsferill og knattspyrnuferill auk annars sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram.

Ívar Örn Reynisson formaður knattspyrnudeildar við undirskriftina

1. maí 2015

Körfuknattleiksdeild | Kristján Örn semur við Skallagrím

Kristján Örn með Skallagrímsbúninginn að lokinni undirritun í gær. Mynd. Haraldur Már.
Framherjinn efnilegi Kristján Örn Ómarsson skrifaði undir samning við körfuknattleiksdeild Skallagríms í gær um að leika með meistaraflokki félagsins næsta tímabil. Kristján Örn sem verður 18 ára í haust er uppalinn Skallagrímsmaður og Borgnesingur. Hann hefur æft vel undanfarin ár - síðustu tímabil með meistaraflokki - og sýnt góðar framfarir. Á liðnu tímabili var hann lykilmaður í liði drengjaflokks Skallagríms sem komst í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Ljóst er því að þessi ungi leikmaður mun láta að sér kveða í framtíðinni og mun vera hans í meistaraflokki án efa styrkja hópinn.

Hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi er það sem máli skiptir.

 

 

Ungmennafélagið Skallagrímur | kennitala: 580269-6219 | Skallagrimur@skallagrimur.is | Böðvarsgata 1, 310 Borgarnes